Ofnbökuð Langa með rjómaostasósu, grænmeti og kínóa

Langa er uppáhalds fiskurinn minn til þess að nota við matreiðslu vegna þess hversu þéttur og bragðgóður hann er. Þar sem ég hef verið að passa mig í að nota það sem ég á heima fyrir að þá var ég með nóg af grænmeti sem ég átti hér heima fyrir og kínóa.

Hér að neðan má finna uppskriftina skref fyrir skref.

Uppskriftin hentar fyrir 3-4 einstaklinga.

Það sem þarf :

Grænmeti að eigin vali. Ég notaði:

½ meðalstór brokkolí höfuð

½ meðalstór blómkáls höfuð

2 gulrætur

Sveppir (ca hálfur bakki)

½ rauðlaukur

Og svo :

Lúka af niðurskornur púrralauk

3-4 hvítlauskgeirar

Um það bil450 gr Langa

250 ml rjómi

½ sveppaostur

½ piparostur

2-3 dl af rifnum osti. (ég notaði rifinn brauðost)

2 dl kínóa

Krydd

Salt

Pipar

Kjúklingakraftur/grænmetiskraftur (1 teningur teningur eða 2 tsk duft)

Hitaðu ofninn í 180°C blástur.

Byrjaðu á því að brytja niður grænmetið og settu það á pönnu með olíu og kryddaðu með salti og pipar. Þegar grænmetið byrjar að steikjast lækkaðu hitann og veltu mjög reglulega til þess að blanda það vel og koma í veg fyrir að það brenni. Þegar grænmetið hefur verið á pönnunni í um 20 mínútur ættu sveppirnir að hafa minnkað og laukurinn orðinn linur og gegnsæt. Því næst skaltu setja grænmetið í eldfast mót og inn í ofninn miðjann.

img_1755

 Það tekur grænmetið langann tíma að mýkjast í ofninum því skaltu nýta tímann í að gera fiskinn tilbúinn, athuga hvort það séu nokkuð einhver bein sem þú finnur fyrir, rífa niður ostinn og skola kínóað. Veltu grænmetinu í mótinu á um það bil 10 mínútna fresti svo það brenni ekki.

Af hverju skola kínóa?
Mér persónulega finnst það betra því ég finn örlítið beiskt bragð af óhreinsuðu kínóa. Ég skola það því létt og set svo nýtt vatn í pottinn þegar ég sýð það.

Þegar allt er tilbúið og grænmetið hefur verið inni í ofninum í um 20 mínútur skalt þú hefjast handa við að gera sósuna. Byrjaðu á því að setja rjómann og ostinn í pott og setja á miðlungs hita  með um 1 dl af vatni. Passaðu að hún sjóði ekki svo vökvinn gufi ekki upp af henni, markmiðið er að bræða ostinn.

 Af hverju setur þú vatn með í sósuna?
Ég geri það til þess að drígja hana, mér finnst ekki gott að hafa sósuna mjög þykka í fiskréttum og því gott að þynna hana örlítið svo hún dreyfi sér betur.

img_1757

Á meðan sósan mallar á pönnunni skalt þú skola kínóa og setja saman með 4,5-5 dl af vatni og kjúklinga eða grænmetiskraftinum. Náðu upp suðu og lækkaðu svo verulega.

Sniðugt ráð.
Settu sleif á pottinn og svo lokið  ofan á sleifina svo að ekki sjóði uppúr pottinum.

 Kínóa sýður þú á meðan þú ert að gera fiskréttinn tilbúinn í ofninn. Kínóa er tilbúið þegar allt vatnið er farið. Prufaðu að smakka til þess að vera viss um að það er mjúkt undir tönn. Ef ekki bættu við ½ dl af vatni og leyfðu pottinum að standa til hliðar með lokinu á.

Þegar grænmetið hefur verið í ofninum í um 30-40 mínútur skalt þú taka það út og búa til pláss fyrir fiskinn. Mjög sniðugt að taka grænmetið úr og setja aftur ofaná. Helltu sósunni yfir og stráðu rifna ostinum yfir. Setjið inn í ofn í um 20 mínútur eða þar til fiskurinn er orðinn hvítur í gegn og osturinn brúnn.

Verði ykkur að góðu

Leave a Reply