Amino Energy: Hvað er það í raun?

Amino Energy er einn vinsælasti orkudrykkurinn á Íslandi í dag. Drykkurinn er framleiddur af Optimum Nutrition sem stendur framarlega sem einn þekktasti fæðubótaefnis framleiðandi heims. Drykkurinn inniheldur örvandi efni sem og amínósýrur sem líkaminn getur nýtt sem orkugjafa.
Þessi grein inniheldur útskýringar á innihaldsefnum og virkni drykksins sem og ályktanir um áhrif og mögulega skaðsemi.

Það sem nafnið Amino Energy segir okkur er að drykkurinn veitir okkur orku með amínósýrum. Ég ætla að byrja greinina á því að útskýra hvað amínósýrur eru, af hverju við þurfum þær og hvaða amínósýrur er að finna í Amino Energy.

Hvað eru amínósýrur?

Orkuefni líkamans eru þrjú, fita, prótein og kolvetni. Amínósýrur eru fyrst og fremst byggingareiningar próteina en hafa einnig mikilvægu hlutverki að gegna við flutning og geymslu næringarefna í líkamanum. Amínósýrur innihalda frumefnin Kolefni, Vetni og Súrefni líkt og fita og kolvetni en það sem aðskilur amínósýrur frá hinum orkuefnunum er að þær innihalda einnig Nitur. Nitur er það efni sem er nauðsynlegt fyrir vöxt og endurnýjun frumna.

Amínósýrum (as) er skipt í tvo flokka: lífsnauðsynlegar og aðrar amínósýrur. Skilgreiningin á lífsnauðsynlegum amínósýrum er sú að líkaminn getur ekki myndað þær sjálfur í nægilega miklu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Því er nauðsynlegt fyrir okkur að fá þær úr fæðunni sem við borðum. Aðrar amínósýrur getur líkaminn myndað sjálfur með því að nota aðrar amínósýrur sem eru til í umframmagni í líkamanum.

Hér að neðan má finna lista yfir allar amínósýrur sem líkaminn okkar þarf  til þess að starfa eðlilega (* merktar má finna í Amino Energy).

Lífsnauðsynlegar amínósýrur:

 • Phenylalanine*
 • Isoleucine*
 • Leucine*
 • Lysine*
 • Methionine*
 • Tryptophan
 • Valine*
 • Threonine*
 • Histidine (nauðsynlegt fyrir ungabörn)*

Aðrar amínósýrur:

 • Alanine* (beta)
 • Arginine*
 • Asparagine
 • Aspartic acid
 • Glutamine*
 • Glycine
 • Glutamic acid*
 • Proline
 • Serine
 • Cysteine
 • Tyrosine*

Ef þið skoðið betur Amino Energy innihaldslýsinguna á ,,Amino Blend” (amínó blöndunni) að þá getið þið séð að bókstafinn ,,L” má finna fyrir framan nöfn allra amínósýranna. ,,L” þýðir að búið er að kljúfa amínósýrurnar í sundur í einingar. Þegar amínósýrur raðast saman í keðjur mynda þær prótein. L þýðir sem sagt ,,frjálsar”.

optimum-amino-energysf

Orkuefnablanda í Amino Energy

 • Caffeine (koffein)
 • Green tea extract
 • Green coffee extract

Hér að ofan má sjá upptalningu á þeim orkugefandi efnum sem finna má í Amino Engery. Einn skammtur (2 skeiðar) af duftinu inniheldur 160 mg af orkuefnablöndunni, sem gerir drykkinn um það bil 60% meira orkugefandi en einn bolli af svörtu kaffi. Rannsóknir á Green tea extract eru margar og misjafnar og sýna jákvæð og neikvæð áhrif efnisins á heilsu. Verður fjallað betur um þær í annarri grein.

Orkuefnablandan og amínósýrublandan eru þrátt fyrir það aðeins hluti af vörunni sem gerir Amínó Energy. En hér að neðan má finna innihaldslýsingu vörunnar og örskýringu á þeim.

Innihald

 • Natural and artificial flavor :
  Eru bragðefni sem hafa verið unnin á misjafnann máta. Natural flavors eru unnin út frá ákveðinni náttúrulegri afurð. Til dæmis olíur eða þykkni (e. extract). Eru slík bragðefni kölluð ,,edible” sem þýðir að þau eru unnin út frá einhverju náttúrulegu t.d. dýraafurðum, jurtum, grænmeti eða öðru. Hins vegar á það ekki endilega við um artificial flavors (gervi bragðefni). Artificial flavors geta verið unnin útfrá hverju sem er og á það líka við um afurðir sem kallast ,,inedible” sem þýðir að bragðefnið er unnin úr annars óætri afurð. Efni sem eru þekkt að notuð séu til þess að búa til artificial flavors eru sem dæmi saur dýra, allskonar efni sem finna má í jarðveginum eða afurðir sem við myndum ekki endilega setja innfyrir okkar varir ef við værum meðvituð um hvað væri að ræða.
 • Citric acid :
  Er notað til þess að vernda ferskleika vörunnar (rotvarnarefni) og einnig sem bragðefni. Cirtic acid hefur verið notað í yfir 100 ár og getur verið erfitt að finna sætann drykk eða önnur unnin matvæli sem ekki innihalda citric acid. Citric acid hljómar fyrir eyrum okkar eins og náttúruleg sýra úr sítrónum. Sannleikurinn er sá að citric acid er vissulega hægt að finna í sínu náttúrulega formi í súrum ávöxtum á við sítrónu og lime. Citric acid sem notað er í unnum matvælum á rætur sínar ekki að rekja til sítrónunnar góðu. Cirtic acid er afurð þess að sykur og myglusveppur (aspergillius niger) eru látin gerjast saman. Aspergillius niger er myglusveppurinn sem veldur svartri myglu (e. black mold) sem er okkur mannfólkinu og öðrum dýrum hættuleg.
 • Malic acid :
  Notað sem bragð- og rotvarnarefni. Malic acid er það sem gefur óþroskuðum ávöxtum á við epli eða vínberjum súrt bragð. Malic acid sem framleitt er fyrir matvælaiðnaðinn er flokkað sem E efni (E296).
 • Silicon dioxide :
  Er náttúrulegt steinefni sem finnst í sínu náttúrulega formi í vatni, plöntum, dýrum og jarðveginum sjálfum. Silicon dioxide kemur í veg fyrir að varan kekkist og heldur henni þannig í duft formi. Er helsta uppbyggingarefni sands og steina.
 • Calcium silicate :
  Er náttúrulegt steinefni sem er notað í matvælaiðnaðnum til þess að koma í veg fyrir að vara í duftfomi kekkist. Þekkist hvað helst í byggingariðnaði.
 • Gum blend (cellulose gum, xanthan gum, carrageenan) :
  Þessi efni eru til þess gerð að láta vöruna blandast vel við önnur matvæli og kemur í veg fyrir að vara botnfalli meðan hún er í geymslu.
 • Caffeine :
  Er örvandi efni sem finna má í te, kaffi og kakó plöntum. Efnið örvar miðtaugakerfið.
 • Sucralose :
  Gervi sætuefni.
 • Tartaric acid :
  Finnst náttúrlega í ýmsum ávöxtum. Er ein helsta sýran sem finnst í víni.
 • Soy lecithin :
  Er unnið úr bómullarfræum, mjólk, soya baunum og sólblómum. Er mikið notað í unnar matvörur til þess að gefa vörunni mjúka áferð og útlit.
 • Litarefni :
  Flest litarefni eru búin til á tilraunarstofu með efnum sem tekin eru úr bensíni, olíu og tjöru. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á skaðsemi litarefna.

Sjálf hef ég skoðað innihaldsefni Amino Energy endurtekið og borið þau saman við aðrar sambærilegar vörur með sambærilega virkni. Niðurstaðan er ávalt sú sama. Slíkar vörur innihalda sömu grunn innihaldsefnin, þótt vissulega geti verið einhver smávægilegur munur þar á. Öll innihaldsefnin má finna í sínu náttúrulega formi í dýrum, jurtum eða jarðveginum sjálfum. Það sem aðgreinir slík náttúruleg efni frá þeim sem finna má í vörum sem þessarri er framleiðsla þeirra, vinnsla og magn. Við borðum nær öll þessi efni hér að ofan í þeirra náttúrulegu birtingarmynd og magni einhverntímann yfir ævina. Munurinn er hinsvegar sá að við myndum aldrei innbyrgða þessi efni í því magni sem þau finnast í vörum á við Amino Energy. Sem dæmi má taka Silicone dioxide og calcium silicate sem eru náttúruleg steinefni sem finnast hvað helst í jarðveginum og vatni. En í því magni sem það er í Amino Energy má frekar líkja notkun þeirra við byggingariðnaðinn þar sem það er einnig notað í gler framleiðslu og sem þéttingarefni.

Rannsóknir á örvandi efnum á við kaffein og green tea eru mjög margar og rannsaka mjög fjölbreyttar hliðar á virkni þessa efna. Rannsókn eftir Costill, Dalsky og Fink sýnir berleg að koffein hefur örvandi virkni sem leiðir til meiri afkasta í hreyfingu. Kaffein eykur efnaskiptahraða sem leiðir til þess að líkaminn er fljótari að breyta næringarefnum í orku. Green tea (grænt te) er fullt af andoxunarefnum og vítamínum sem rannsóknir hafa sýnt að hefur jákvæð áhrif á hjarta og æðakerfi. En setja má spurningamerki við of mikla notkun þess vegna skaðlegra áhrif á líkamann. Hægt er að nálgast þessi efni og það magn sem er í Amino Energy með því að drekka grænt te eða kaffi án þess að innbyrgða öll þau aukaefni sem vörunni fylgir. Sérstaklega í ljósi þess að Amino Energy er drukkið í þeim tilgangi að auka orku.

Niðurstaða

Amino Energy er orkugefjandi drykkur sem gefur orku með amínósýrum til uppbyggingar á vefjum líkamans og örvandi efni til þess að auka efnaskiptahraða. En í þeim tilgangi að auka orku og afkastagetu innbyrgðir líkaminn mikið magn af öðrum efnum sem allir þyrftu að kynna sér betur. Markaðssetning fyrirtækja á vörum sem þessarri er sterk og oft villandi. Hátíðlegar yfirlýsingar um góða virkni en enginn talar um mögulegar aukaverkanir og neikvæð áhrif á líkamann. Viðskiptavinurinn kaupir Amino Energy til þess að fá amínósýrur og örvandi efni í þeim tilgangi að auka afköst á akademískum og/eða líkamlegum grunni. En setja má stórt spurningamerki við þá staðreynd hvort að ekki sé betra að drekka kaffi eða te í þeim sama tilgangi til þess að sporna við neyslu á óæskilegum aukaefnum í óæskilegu magni.

_______________________________________________________________

Tekið saman af:

Anna Þorsteinsdóttir
Bsc Íþróttafræðingur: Lýðheilsa
Med Heilsuþjálfun og kennsla.

One thought on “Amino Energy: Hvað er það í raun?

 1. Ég drakk þetta ég fékk þvagsýrugigt í kjölfarið svo að ég kem ekki nálægt þessu aftur.

Leave a Reply