Skinkuhorn

Ég leggi mikinn metnað í það að ég og sonur minn fái fjölbreytta og holla næringu. Áður fyrr voru orð á við hveiti og sykur það eina sem mér datt í hug þegar ég heyrði minnst á  bakstur. Ég vildi snúa við þeirri hugsun og gera mitt besta í að auka og bæta næringarinnihald þess sem ég baka í þeim tilgangi að geta borðað skinkuhorn sem millimál á hverjum degi. Vegna þess reyni ég að baka með fjölbreyttum hráefnum sem innihalda góð næringarefni, engann eða lítinn sykur og auka hlutfall fitu. Hveitikím og möndlumjöl  eru fitu, trefja, vítamín og steinefnaríkar afurðir sem gott er að blanda saman við uppskriftir til þess að auka næringarinnihald og bragðbæta.

Ég baka skinkuhorn reglulega til þess að eiga í frysti þar sem þau eru hollt, góð og einfalt millimál fyrir mig og son minn í og eftir vinnu. Frysti ég hluta þeirra og tek út eftir þörfum. Hér er mín uppskrift af skinkuhornum.

Hráefni: 

4 dl fínt malað spelt

2 dl hveitikím

2 dl möndlumjöl

4 ½  tsk lyftiduft

2 tsk salt

3 dl ab mjólk eða 4 dl af hreinni grískri jógúrt.

2 dollur af 250 gr smurosti með skinku og/eða beikonbragði

1 skinkubréf, ég nota frá Bónus

1 egg og smá mjólk hrært saman og smurt ofaná hornin áður en lokið er með því að setja rifinn ost (ég nota pizza ost) ofaná.

*Hægt er að gera möndlumjöl með venjulegum möndlum með því að setja í matvinnsluvél og vinna þar til það verður að fínu mjöli.

 Aðferð

  • Byrjaðu á því að forhita ofninn í 180 gráður blástur.
  • Ég byrja alltaf á því að hafa til fyllinguna svo að ég geti hafist handa við að fylla hornin um leið og deigið er tilbúið.

 Fyllingin

Settu allann smurostinn í skál, skerðu skinkuna í litla bita og blandaðu saman.

Deigið

Settu þurrefnin saman í skál og blanda vel saman. Að því lokinu skalt þú bæta ab mjólkinni eða jógúrtinni saman við og hnoðar degið saman. Ef deigið er of þurrt eða of blautt þá bætir þú ab/grísku eða spelti í eftir þörfum. (uppskriftin er nákvæm og ætti því ekki að þurfa). Ég mæli með að hafa deigið frekar örlítið blautara og nota mikið af spelti meðan flatt er út því þá verða hornin mun mýkri.

Til þess að gera hornin sjálf skiptir þú deiginu í 4-5 hluta og fletur út í hringi eftir bestu getu líkt og á myndinni hér að neðan. Því næst notar þú pizza hníf til þess að skipta deiginu í litla þríhyrninga líkt og sést á myndinni hér að neðan. Deigið á að vera heldur þunnt en ekki svo þunnt að það detti í sundur.

img_0959

Að því lokinu settu fyllinguna á hvern þríhyrning fyrir sig, magn fer eftir smekk.

img_0963

Að lokum hrærir þú saman 1 eggi og 1 msk mjólk með gaffli og berð ofan á hornin með pensli eða teskeið.

Mjög sniðugt er að klípa saman endana svo að fyllingin leki ekki út við bakstur.

Verði þér að góðu

img_0964

Leave a Reply