Bananabrauð sem svíkur ekki : Sykurlaust og næringarríkt

Hvað er betra en að detta í smá kósý stemningu á sunnudags morgni og skella í eitt bananabrauð. En flestar uppskriftir innihalda hátt hlutfall sykurs og hveitis, til þess að gefa brauðinu sætu og fíngerðu áferðina sem við þekkjum flest. Ég elska bananabrauð en líkt og allt annað sem ég baka við ég að uppskriftirnar séu sykurlausar, lítið hlutfall hveitis (ef eitthvað) og hátt næringarhlutfall. Hér að neðan er því mín uppskrift af snilldar bananabrauði sem þú getur borðað sem millimál á hverjum degi. Brauðið er stútfullt af fjölbreyttum næringarefnum, steinefnum og vítamínum sem gera það kjörið millimál fyrir ykkur og börnin.

 3 dl spelt (fínt eða gróft)

¼ tsk salt

½ tsk matarsódi

1 dl mjöl (ég nota oftast möndlumjöl en hægt að nota kókos- eða haframjöl)

1 dl fræ (ég nota oftast graskersfræ en hægt að nota sólblóma-, sesam-, hörfræ- eða annað)

1 dl hveitikím

img_0981.jpg1 egg

3 bananar

 

Byrjaðu á því að forhita  ofninn í 180 gráður blástur

Settu þurrefnin saman í eina skál og hrærðu vel saman. Stappaðu svo bananana í annarri skál og hrærðu eggjunum saman við. Að því lokinu skaltu setja allt saman í eina skál og hræra vel með sleikju.

 

Spreyjaðu formið að innan með bökunarspreyji, dreyfðu jafnt í formið og skreyttu með fræjum.

  • Mjög sniðugt að gera smá dæld í mitt brauðið í forminu áður en það er sett inn í ofn til þess að það bakist jafnar og verði ekki fjall fyrir miðju og lágt við barmana.

IMG_0983

Bakist í 25 mín ca eða þar til brauðið er fallega gull brúnt og hefur aðeins færst frá börmum formsins.

Mjög sniðugt að frysta sneiðar með bút af smjörpappír á milli til þess að sneiðarnar klístrist ekki saman og auðveldar notkun þegar tekið er úr frysti.

IMG_2763

 

One thought on “Bananabrauð sem svíkur ekki : Sykurlaust og næringarríkt

Comments are closed.