Kakó krukkugrautur

 

Mjög misjafnar skoðanir eru á því hvort að fólk ,,geti” í raun þessa svokölluðu krukku grauta vegna áferðarinnar. Ég sjálf borðaði hafragraut á hverju morgni í mörg ár áður en ég varð ófrísk en get það ekki í dag því að í hvert skipti sem ég reyni það aftur finn ég fyrir ógleði með hverjum slímuga bitanum. Nú rúmum tveimur árum eftir að hafa átt son minn get ég enn ekki borðað hafragraut. Þegar hafrar hafa verið eldaðir með heitu vatni verður ákveðin slímug áferð sem mér finnst ekki góð lengur og því hef ég fundið aðra aðferð við að gera þægilegann og hollann morgunmat sem ég kem niður. Þessi grautur verður ekki slímugur eða gúmmí kenndur. Hér er uppskriftin.

Ég legg áherslu á að þessi skammtur hentar í feta ost krukku en stærri einstaklingar gætu þurft að stækka skammtinn og þar af leiðandi stærri dollu. Ég geri grautinn tilbúinn í 5-7 krukkum sem eru tilbúnir uppi í skáp fyrir vikuna.

IMG_1028

30 gr hafrar

20 gr chia

1 tsk kakó (venjulegt  bökunar kakó)

1 tsk kanill

½ skeið prótein (val)

 

Ég set þurrefnin í krukkurnar og geymi fyrir vikuna svo ég þurfi ekki að undirbúa hverja krukku á hverju kvöldi. Þegar kemur að því að gera graut fyrir morgundaginn tek ég út eina krukku og bæti við sirka 2 dl af köldu vatni og hristi vel. Sker niður nokkur vínber ofaní krukkuna til að fylla hana og hristi aftur til að dreifa berjunum. Mjög misjafnar skoðanir eru á ferskum eða frosnum berjum í grautinn. Mér persónulega finnst fersku berin mun betri með grautnum.

Þegar þú hefur hrist vatn saman við innihald krukkunnar að þá er hún svo geymd inni í ísskáp þar til þú tekur hana með í vinnu eða skóla daginn eftir. Mjög sniðugt að bæta við nokkrum dropum af mjólk ef grauturinn er þykkur.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s