Kakó pönnukökur fyrir fjölskylduna

Oft þegar ég nenni ekki að elda, við komum seint heim eða við höfum ekki tíma til að elda finnst mér mjög þægilegt að gera kakó pönnukökur í kvöldmat, jú eða bara hvenær sem er. Þær eru næringaríkar fyrir börn jafnt sem fullorðna. Uppskriftin er einföld og þægileg en ég breyti henni þó aðeins þegar ég geri hana fyrir mig sjálfa. Ég á ávalt súkkulaði-prótein uppi í skáp en það er einmitt einungis til þess að gera þessa uppskrift.  Ég elska möndlusmjör og þegar maður notar banana með að þá myndar það ómótstæðilega blöndu ofan á pönnukökurnar.

Krakka pönnukaka

1 egg

1/2 banani, stappaður

2 msk hveitikím (eða hafrar)

1 tsk kakó

1 tsk kanill (þarf ekki)

30624574_10155811198934051_1407643353369018368_n.jpg

Fullorðins

1 egg

1/2 banani, stappaður

2 msk hveitikím (eða hafrar)

1/2 skeið súkkulaði – prótein

1 tsk kakó

1 tsk kanill (þarf ekki)

30530733_10155811199089051_8246991065551208448_n.jpg

Leave a Reply