Ógeðisdrykkurinn

Ógeðisdrykkurinn fær sitt nafn vegna bragðsins. Hann er kannski ekki það versta sem ég hef smakkað, en bragðgóður er hann ekki. Ég tala mikið um mikilvægi fjölbreyttra meltingar ensíma, gerla og baktería fyrir heilbrigðan meltingarveg. Er það sérstakt áhugamál hjá mér hvernig ég get bætt meltinguna með því að bæta inn fjölbreyttum mat og matartegundum sem hvetja til fjölgunar á gerlum og bakteríum. Ógeðsdrykkurinn er til þess hannaður að innihalda matvörutegundir sem hvetja til slíkrar fjölgunar á gerlum og bakteríum.

Passið ykkur að setja kókosmjólkina alveg í lokin og blanda hana ekki mikið því að hún kekkist.

Uppskrift

2 msk frosin ber

1/2 banani

5 möndlur

1-2 dl vatn

2 msk eplaedik

2 msk rauðrófusafi

Blanda…..

2 dl kókosmjólk

1/2 skeið Life frá Terra Nova

Blandað saman í 2-3 sec til að freyða ekki kókosmjólkina.

terranova-life-drink.jpgÉg mæli með Life frá Terra Nova þar sem formúlan inniheldur fjölbreytt næringarefni sem eru til þess gerð að auka fjölbreyttni í meltingarflórunni ásamt því að innihalda góðann skammt af jurtapróteinum. (ekki auglýsing, bara meðmæli).

Leave a Reply