Hrökkkex pizza með risarækju

Stundum er gott að vera með einfaldar uppskriftir og aðferðir við að elda þegar maður hefur lítinn tíma eða orkan fyrir eldamennsku er ekki til staðar. Hrökkkex pizza er eitt af því sem þægilegt er að eiga inni í skáp og ekki er verra ef maður á risarækju í frysti sem þiðnar á skömmum tíma.

hrökkkex pizza 1.jpg

Hrökkkexið er úr súrdeigi og fæst 6 í pakka í Krónunni. Það er mjög létt og gott í magann.

Aðferð

Ég byrja alltaf á því að smyrja hrökkkexið með rjómaosti og set svo pizzasósu ofan á það. Leyfi því að bíða á borðinu í 10-20 mínútur áður en ég set annað á hana til þess að leyfa kexinu að mýkjast. Þegar ég er að gera risarækju pizzu fyrir mig að þá nota ég hvítlauks rjómaost í botninn. En þegar ég geri Hawaiian pizzu eða annað fyrir son minn nota ég annaðhvort hreinann rjómaost eða með kryddblöndu í botninn.

hrökk 2.jpg

Næst tek ég halana af risarækjunni og legg með jöfnu millibili á pizzuna og strái hvítlaukssalti yfir. Ostur og origano krydd yfir. Eldað þar til osturinn er orðinn brúnn. Betra er að elda pizzuna á aðeins hærri hita en vanalega til þess að grilla ostinn hratt án þess að ofelda risarækjuna. Ég nota 210°C blástur þar til osturinn er smá brúnn eða endar á pizzunni farnir að ristast.

Í raun er hægt að setja alveg eins á þessa pizzu og þú myndir gera á venjulega pizzu úr deigi nema eini munurinn er að mjög sniðugt er að setja rjómaost fyrst til þess að mýkja kexið.

Verði ykkur að góðu

hrökk 3.jpg

Leave a Reply