Um mig

Anna Þorsteinsdóttir heiti ég og er konan bakvið Engar Öfgar. Ég er 27 ára móðir frá Grundarfirði. 

Ævintýrið Engar Öfgar hófst með stofnun snappchatt reikningsins Engar Öfgar (engarofgar) í júní 2016. Markmið mitt með því var að deila með öðrum þá þekkingu sem ég hef á heilsu, heilbrigði, hreyfingu og næringu. Allt var þetta gert í þeim tilgangi að sem flestir gætu nýtt sér mína þekkingu ef þeir vildu hana nýta. Þróuðust hlutirnir hratt út í stærri hluti og hér er ég nú.

Menntun

Bsc í íþrótta og heilsufræði með áherslu á lýðheilsu

Med í heilsuþjálfun og kennslu

R.E.H.A.B. endurhæfingarþjálfari

Foam Flex kennari

Fit.Pilates kennari

Zumba kennari o.fl.

Ég hef verið þjálfari í um og yfir 7 ár og hef víðtæka reynslu í líkamsræktar- og hóptímaþjálfun. Sem þjálfari lagði ég sérstaka áherslu á þjálfun fólks í ofþyngd sem og þjálfun fólks sem þjáist af krónískum verkjum vegna vöðvaójafnvægis og/eða slæmrar líkamsstöðu eða líkamsbeitingu. Með tímanum, reynslunni og þekkingunni breyttist og þróaðist áhugasvið mitt út í stærri hluti með meiri áherslu á heilsueflingu og lýðheilsu. Ég hef sérstakann áhuga á markaðssetningu heilsutengdra vara eða vörur sem eru markaðssettar sem heilsuvörur. Með aukinni þekkingu hef ég tekið eftir þeim villandi skilaboðum sem samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og auglýsingar eru að bjóða okkur neytendum. Markmið mitt er að opna augu fólks fyrir þeim staðreyndarvillum sem finna má í slíkum auglýsingum og hvetja fólk til þess að líta á allt í kringum sig með gagnrýnu auga. Það er ekkert slæmt við það að gagnrýna og vera efins.

Með opnun þessarrar síðu vonast ég til þess að geta deilt þekkingu minni með stærri hóp fólks. Boðið upp á fyrirlestra fyrir vinnustaði, vinahópa eða aðra sem vilja auka við þekkingu sína og fá persónulega fræðslu. Frekari upplýsingar um það má finna hér.