Næring + frá MS. Fyrir börn eða ekki?

Það gerist reglulega að ný vara kemur á markaðinn sem vekur áhuga fólks. Það nýjasta er drykkur sem kallast Næring+. En sá drykkur var sérstaklega hannaður sem næringardrykkur fyrir eldri einstaklinga sem eiga erfitt með að nærast og þurfa á viðbættu próteini að halda. Eins og fram kemur í linknum hér að ofan að þá var markmiðið að gera hann eins orkuríkann og próteinríkann og mögulegt var. En það sem á það til að gerast er að fólk gleymir að kynna sér vöruna áður en hennar er neytt. Slíkt verður að vera á ábyrgð hvers og eins en þegar kemur að börnum og þeirra næringu er nauðsynlegt fyrir foreldra að kynna sér slíkar nýjungar vel og athuga hvort að varan henti í raun næringarþörf barnsins. 

Grunn fræðsla um Prótein í fæði barna segir til um það að próteinþörf barna er hlutfallslega hærri en próteinþörf fullorðinna eða um 1,1 gr prótein á hvert líkamskíló barna á móti 0,8 gr prótein fyrir hvert líkamskíló fullorðinna einstaklinga. Þörf er á hærra hlutfallu próteins til þess að styðja við örann vöxt barnanna.

Það prótein sem finna má í drykkjum sem þessum er einangrað prótein sem sett er í drykkinn og er fæðubótaefni. Þau prótein sem finnast í drykkjum sem þessum (einnig Hámark, Hleðsla og fl.) innihalda ekki náttúruleg fæðuprótein sem finna má í mat á við fisk, kjúkling, baunir eða jógúrt.

Cleveland Clinik gaf út grein sem fjallar um mögulegar afleiðingar of hás hlutfalls próteina í fæðu barna og þá helst próteins í fæðubótaefnisformi. Sú grein er góð lesning en mér persónulega þykir það mikilvægt að bæta við og leggja áherslu á að það er mikilvægt að huga að því hvaðan próteinin koma. Því að prótein er ekki það sama og prótein. Það skiptir gríðalega miklu máli hvaðan þau koma. Ef við lítum á hlutföll próteina í kjúkling, grísk jógúrt, Hleðslu eða annarra vara að þá má bersýnilega sjá að hlutföllin eru svipuð. En nauðsynlegt er að horfa lengra. Eins og t.d. á það að þrátt fyrir dagskammtur 17 kg barns sé um 19 g af próteini á dag, það er ekki gott fyrir barnið að fá öll þau prótein í nokkrum sopum af próteindrykk. Því svo á barnið eftir að borða mat yfir allann daginn, slíkt getur orðið hættulegt til lengri tíma. Nýru barnanna okkar eru viðkvæm og óreynd.

Þegar prótein rík fæða er borðuð á við kjúkling eða grísk jógúrt að þá er mikið magn af annarskonar næringu sem barnið er einnig að fá og það frá náttúrulegum uppruna. Trefjar, kolvetni, vítamín og steinefni. Jú vissulega má finna eitthvað af svipuðum næringarefnum einnig í drykkjum sem þessum sem og öðrum fæðubótavörum. En við þurfum að spyrja okkur, hvað er eðlilegt fyrir líkamann minn að melta?

Þegar vara er sett saman eru ákveðin næringarefni valin til þess að setja í hana en það er ekki endilega sú samsetning sem væri til staðar í náttúrulegri matvöru sem líkaminn okkar kann að melta. Því þótt líkaminn okkar geti komið einhverri matvöru í gegnum meltingarveginn, þýðir það ekki endilega að hún hafi engin langtíma áhrif við endurtekna neyslu. Málið er það að við vitum svo lítið um áhrif og afleiðingar fæðubótaefnisneyslu vegna þess að slíkar vörur eru svo nýjar að við höfum ekki öðlast nægilega reynslu og rannsakendur eru í basli við að halda í við hraða þróun.

Því miður er mikið magn aukaefna sem oft fylgja fæðubótaefnum og setja má spurningamerki við það hvort að það sé í raun jákvætt fyrir fullorðinn einstakling eða aðra yfir höfuð. Því einangrað prótein skortir ávalt öll þau góðu næringarefni sem því fylgir í náttúrulegu formi sem líkaminn okkar kann á.

Varan inniheldur einnig gríðalegt magn af sykri. Maltodextrín er annað form af sykri og inniheldur drykkurinn um 20 gr af sykri í einni fernu.

Drykkir sem þessir ættu aldrei að vera gefnir börnum án samráðs við lækni. Því þótt þér þykir barnið þitt grannt og borða lítið að þá verðum við að vita takmörk okkar, við erum ekki læknar. Börn eru misjöfn og sum eru grennri en önnur, en það þýðir ekki það að það sé að skorta neitt.

Unga fólkið okkar, samfélags- og fjölmiðlar

Með það markmið í huga að sem flestir lesi alla greinina og vonandi opna augu sem flestra reyndi ég að halda lengdinni í lágmarki. Tek ég því einungis fram aðalatriði og legg áherslu á að svo margt annað liggur að baki og margt annað sem þyrfti að koma fram.

Continue reading “Unga fólkið okkar, samfélags- og fjölmiðlar”