Fyrirlestrar

Engar Öfgar býður uppá fjölda fyrirlestra fyrir fjölbreyttan hóp fólks. Kjörið fyrir mismunandi hittinga eða mannamót eins og heilsueflingarfyrirlestra í hádeginu á vinnustaðnum, fræðsla í mömmuhittingnum o.fl. Fyrirlestrarnir eru fróðlegir og hafa hátt notagildi fyrir einstaklinga sem þá sækja.

Einnig er hægt að panta eftirtalda fyrirlestra fyrir sveitarfélög úti á landi, frekari upplýsingar í skilaboðum hér að neðan. 

Fyrirlestrar sem í boði eru :

Næring ungbarna og barna

  • Kjörið fyrir mömmuhópinn (mömmuhittinga), vinahópinn, para-hittinga, vinnuhópinn. (yfirleitt á kvöldin eða um helgar). Fyrirlestur sem mun auðvelda þér foreldrastarfið og draga úr óvissu þegar kemur að nýja erfingjanum.
  • Flest allt sem þarf að vita sem við kemur næringu barnsins fyrstu vikur og mánuði lífsins.
  • Fyrirlesturinn gefur fjölbreytta sýn á möguleika fyrir næringu barna en ekki bara ,,það eina rétta”.
  • Flest allt sem þarf að vita um næringu barnsins eftir 1 árs aldur og eldra.
  • Hvað þarf að passa, hvað þarf að forðast og hvað er gott að vita

Farið er yfir innihald í brjóstamjólk og þurrmjólk til að gefa verðandi foreldrum skilning á fyrstu næringunni. Hvað þarf að gefa með því og af hverju? Farið er yfir fyrstu fæðuna, hvernig gott er að byrja og hvaða möguleikar eru til staðar. Hvað má barnið borða og hvenær? Einnig er farið í almenna næringarfræði og mikilvægi fjölbreyttrar fæðu fyrir vaxandi kroppa og alla fjölskylduna. Farið yfir grunn þætti á við hlutföll fitu, kolvetna og próteina í fæðu barnanna og svo hið umrædda og áhugaverða umræðuefni, sykurneyslu barna. Fyrirlesturinn gagnast öllum meðlimum fjölskyldunnar í því markmiði að borða hollann og næringarríkann mat.
Fyrirlesari mætir á staðinn þar sem þess er óskað og vinnur með þau áhöld sem er í boði til þess að halda fræðandi fyrirlestur.

Fyrirlesturinn er í boði um allt land og eftir samkomulagi.

Vöðvabólga, líkamsstaða og líkamleg vellíðan

  • Kjörið fyrir heilsueflingarfyrirlestur á vinnustöðum (hádegis eða kvölds), vina/vinkonuhópinn, matarklúbbinn eða önnur tækifæri.
  • Hvers vegna fær maður vöðvabólgu? Hvað get ég gert til þess að draga úr krónískum verkjum í hálsi, herðum, höfði og baki?
  • Farið djúpt í ástæður, fyrirbyggjandi meðferðir gegn rangri líkamsstöðu og aðferðir sem fylgja má í hinu daglega lífi til þess að bæta líkamlega líðan og þar af leiðandi lífsgæði.
  • Aukin vellíðan í starfi sem og í hinu daglega lífi.
  • Farið yfir líkamsbeitingu sem og líkamsstöðu í starfi og heima fyrir.

Skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur sem hefur mikið notagildi og getur opna augu þín, starfsmanna og/eða vina.

Fyrirlesturinn er í boði fyrir sveitarfélög um allt land og eftir samkomulagi.

Hér að neðan getur þú sent fyrirspurnir eða pantað fyrirlestur.